JW subtitle extractor

Ætti ég að hætta í skóla?

Video Other languages Share text Share link Show times

Það getur verið erfitt að vera í skóla
jafnvel þótt þú sért í heimakennslu.
Meira að segja duglegustu nemendur
langar suma daga til að vera annars staðar.
Þótt þú sért á staðnum þýðir það ekki
endilega að þú sért að fylgjast með.
Tökum dæmi:
Ert þú að fást við kvíða eða depurð?
Ert þú einn af mörgum unglingum
sem finnst leiðinlegt í skóla
eða eiga erfitt með að
einbeita sér í skólastofunni?
Þarftu líka að vinna til að
hjálpa fjölskyldunni fjárhagslega?
Hefurðu áhyggjur af einelti
eða ofbeldi í skólanum?
Þessi vandamál geta dregið úr þér kjark.
Þú gætir farið að skrópa í tímum
og þá versna einkunnirnar.
Því meira sem þú dregst aftur úr,
því auðveldara verður að hlusta á
litlu röddina innra með þér sem segir:
„Hættu bara í skólanum.“
En bíddu við!
Biblían segir að skynsamur
maður íhugi hvert skref.
Hugsaðu fyrst um hvernig
skólinn getur orðið þér til gagns.
Það er meira gagn í grunnmenntun
en bara þekking á námsefninu.
Menntun er þjálfun fyrir heilann.
Með því að kynnast fjölbreyttu
námsefni lærirðu að læra,
og þú lærir ýmislegt gagnlegt
eins og að lesa og skrifa,
sem er nauðsynlegt að kunna í lífinu.
Biblían hvetur okkur til að
‚varðveita visku og skarpskyggni‘.
Skólinn er tilvalinn vettvangur
til að læra að leysa vandamál
og læra meira um okkur sjálf
og fólkið í kringum okkur.
Auðvitað losnarðu ekki
við öll vandamál,
en í skólanum lærirðu
að takast á við vandamál.
Þú lærir sjálfsstjórn og að
forgangsraða því sem er mikilvægt.
Þú gætir öðlast fagkunnáttu
og fengið vinnu eftir útskrift.
Ef þú klárar ekki skólann
gætir þú átt erfitt með
að fá vinnu í framtíðinni.
Góð menntun veitir þér líka vernd.
Það er erfiðara að blekkja
ungt fólk sem er vel upplýst.
Ekki gefast upp þótt
þér gagni illa í skóla.
Fáðu hjálp, talaðu við foreldra þína,
þroskaðan vin eða kennara.
Þar sem það er hægt
velja sumir foreldrar
að kenna börnunum sínum heima.
Hvar sem þú færð kennslu
skaltu setja þér það markmið
að halda þér við skólanámið
og einbeita þér.
Borðaðu næringaríkan mat,
stundaðu líkamsrækt og fáðu nægan svefn.
Heilinn starfar betur
þegar líkaminn er hraustur.
Biblían segir:
„Af allri erfiðisvinnu hlýst ávinningur.“
Það er erfiðisins virði að klára skólann.
Skólanám getur hjálpað þér að uppgötva
og styrkja hæfileika sem þú vissir ekki að þú hefðir,
þjálfað þig í að hugsa og leysa verkefni
og búa þig undir þá ábyrgð sem fylgir lífinu.