JW subtitle extractor

Getur Biblían gagnast þér?

Video Other languages Share text Share link Show times

Hvar geturðu fengið hjálp til að
takast á við álag og áreiti lífsins?
Milljónir manna bjóða ráð
um svo til hvað sem er.
En hvernig geturðu þá
fundið ráð sem virka vel,
án þess að einhver sé
að reyna að græða á þér?
Leitaðu í Biblíunni.
En heyrðu,
er Biblían ekki eldgömul bók?
Jú, hún er gömul
en hún inniheldur ráð sem falla
aldrei úr gildi, ráð frá skapara okkar.
Í Biblíunni eru meginreglur –
grundvallar sannindi sem hjálpa þér
að taka góðar ákvarðanir og leysa vandamál.
Hún segir líka frá fólki
í svipuðum aðstæðum og þú.
Finnst þér erfitt
að eignast góða vini?
Lestu þá frásöguna af Rut.
Hún er frábært dæmi um óeigingjarna konu
sem sýndi vinkonu sinni samkennd.
Rut og Naomí voru ekki
jafn gamlar og ekki frá sama landi
en Rut yfirgaf ekki vinkonu
sína á erfiðum tímum.
Hún hjálpaði henni og sýndi
að henni þótti vænt um hana.
Rut er ein af mörgu
raunverulegu fólki í Biblíunni
sem sigraðist á
raunverulegum vandamálum.
Eru samskiptin við fjölskyldu
þína og ættingja erfið?
Lestu þá um Jakob til að læra
að takast á við ósætti og koma á friði.
Er einhver að reyna að
fá þig til að stunda kynlíf?
Skoðaðu þá hvernig Jósef lét ekki
aðra stjórna sér og stóðst þrýstinginn.
Jesaja 48:17 segir:
Biblían er full af
góðum ráðum frá Guði
sem hjálpa okkur að takast
á við vandamál og freistingar.
Hvernig væri að skoða þessi ráð?
Lestu í Biblíunni á jw.org
eða í prentaðri útgáfu
og kynntu þér hvernig
Biblían getur hjálpað þér
að gera líf þitt eins
gott og mögulegt er.