JW subtitle extractor

Hvernig fer biblíunámskeið fram?

Video Other languages Share text Share link Show times

Biblían er vinsælasta bók heims.
Kannski er til biblía
á heimili þínu.
Viska hennar getur hjálpað
þér og fjölskyldu þinni
að njóta lífsins núna og
gefið örugga von fyrir framtíðina.
Vottar Jehóva bjóða
upp á biblíunámskeið
þar sem þú lærir hvernig þú getur
haft sem mest gagn af biblíunni þinni.
Fræðslan snýst ekki um
trúarsiði og -venjur
heldur eingöngu það
sem Biblían kennir.
Biblíunámskeiðið kostar ekkert
og námsgögnin sem þú færð
eru líka ókeypis.
Þú ákveður hvar, hvenær og hversu oft
þú vilt að námsstundin verði.
Tekið er fyrir eitt viðfangsefni
úr Biblíunni í einu.
Námsstundin getur staðið í tíu mínútur
og allt upp í klukkutíma eða lengur.
Hvernig sem náminu er háttað
ertu alls ekki skuldbundinn
til að verða vottur Jehóva.
Það eru engin próf.
Og þú færð að læra á þínum hraða.
Kennslugögnin eru m.a.
myndir og myndbönd
sem gera námið
auðveldara og ánægjulegra.
Þú getur lesið yfir efnið
og grúskað í því
áður en þú ræðir um
það við votta Jehóva.
Námsstundirnar geta
farið fram á heimili þínu
í síma
eða í gegnum netið.
Þú lærir hvernig þú getur
nýtt þér visku Biblíunnar
svo að þú getir
notið lífsins til fulls.
Ef þú hefur áhuga
á biblíunámskeiði
geturðu haft samband
við Votta Jehóva
eða farið á jw.org.